Ýmind næturinnar, ljómaði í augum mínum þegar ég leit í spegilinn í dag. með úfið hárið og og klórför á bakinu horfði ég á sjálfa mig beit í vörina og brosti útí annað. og loksins finn ég það, í dag er ég kona.
Mjög flott! Mér dettur helst í hug stelpurnar úti í löndum sem ganga í gegnum eitthvað svona “próf” (sumum tilfellum umskurð eða eitthvað annað jafn ógeðfellt) til þess að “verða konur”.
En ég held nú samt að það sé ekki alveg það sem ljóðið sé samið um :)
Þetta er náttúrulega ein besta leiðin til þess að verða kona, með klórför á bakinu. Vildi að “eldskírnin” mín hefði haft einhverja ljóðræna skýrskotun, en því miður… :(
Í meinum var hún fegurst allra systra minna. Rebekka 2002.
Tilfinningin í ljóðinu er eitthvað sem margar okkar kannast við… þegar augun ljóma í gegnum þynnkuna klukkan hálftólf á sunnudagsmorgni og hárið er eins og hreiður Satans á kolli kjaftæðisins..;) Vil annars bara tjá velþóknun mína.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..