horfir á rauðan himininn
bitur þurrkar tár á kinn
…skyldi hann koma aftur?
ég vona að hann komi aftur…
blóði drifinn sonurinn
hæglát öndun - náhvít kinn
grætur sárt í hinsta sinn
…skyldi hann hugsa til mín?
ég vona að hann hugsi til mín…
…
stríðið ávallt sorglegt er
hetjusonur harður fer
með sálu sinni land sitt ver
…þeir hittast að nýju á himnum
þeir faðmast að nýju á himnum…
-pardus-
***Mannslíf og verðmæti þeirra gleymast oft í stríðsumfjöllun***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.