Í endaleysu himinhvolfsins
Leynist alheimsmiðja.
Þar einmana situr og grætur
brostin alheimsgyðja.
Á öxlum hennar hvíla,
kenndirnar þrjár,
söknuður,harmur
og hjartasár.
Gabríel nefnist hann,
sá er hún grætur.
Guðs hægri hendi
féll í húmi nætur.
Á guðs refsivendi
hann gaf engar gætur,
brostinn af hendi sér ástina lætur.

Í viðjum alheimsmiðju
horfinn heimur.
eitt sinn órofin heild
þessi himingeimur.
Það sem þau lifðu fyrir,var ástin.
áður órofin heild,er nú brostin.
dregin nauðug frá alheimsmiðju
Bundin kenndinni þriðju
hjörtun tvö harmi lostin.
Kulnuð,hvorki lifandi né dauð,
hrakin þá einu leið sem guð þeim bauð.