Ég hef verið að dúlla mér við að setja saman prósaljóð og jafnvel verið að brjóta eldri ljóð niður og setja þau upp á nýjan leik. Hérna fylgir ein tilraun af þessu tagi.
Að sakna
Við skautum á tunglskini, milli svartra jökla og hvítra sanda, hárra kletta og fíngerðra trjáa, í plógförum akra við liggjum og látum okkur dreyma um að vera öldur á blárri strönd, um bjartklædda himna þeysa eldhnettir og leikum við þar engla, uns horfi ég í dauðlituð augu þín, með hryggð veitir þú mér nábjargirnar og er morgnar týni ég augum þínum í dögginni.