Það var ást í loftinu,
Svífandi hér,
Hún sveif um loftið,
Alveg eins og þér.
Ég horfði á þig,
Skynjaði ást,
Þú leist í burtu,
Ástin brást.
Stundin var búin,
Þessi eina stund,
Ég hugsaði “hvað
Gefur gull í mund”
Eftir þetta,
Ég saknaði þín,
Fann eitthvað brottna,
Var það sálin mín.
Ég hugsaði um þig,
Eins og útsprungið blóm,
En það var bara ég,
Sem hlaut þennan dóm.
Blómið er fölnað,
Farið burt,
Hugsa ekki lengur,
Um þennan surt.
Nú er ég löngu,
Búin að gleyma,
Byrjuð aftur,
Að láta mig dreyma.
Dreyma um þig,
Þennan eina mann,
Eini strákurinn,
Sem eitthvað kann.
Þú kannt að elska,,
Þú kannt að þrá,
Þú kannt að hugsa,
Þú kannt að dá.