Þegar ég var lítill
vildi ég vera geimfari.
Þá væri ég með stóran hjálm
á hausnum.
Ég teiknaði mynd af mér
með hjálm á hausnum.
Og dreymdi um að vera
geimfari…
Þegar ég varð stærri
vildi ég vera kafari.
Þá væri ég með stóran tank
á bakinu.
Ég teiknaði mynd af mér
með tank á bakinu.
Og dreymdi um að vera
kafari…