blóðrauður misheppnaður varaliturinn
klessist út á auðmjúkar meikaðar kinnar
100% Hunts tómatsósubrosið svo blítt
skærgrænt hárið minnir á steinull
sem nær þó ekki að einangra kaldar hugsanir
gervineglurnar mynda ónothæfar klær
krafsa í frosinni jörðu eftir nothæfum húskarli
brauðristuð húðin húkir inní lokuðum sólarlampa
heldur einsog tréin að það sé komið sumar
fær snert af skammdegisþunglyndi
er blekkingin afhjúpast og frostbitinn veruleikinn birtist
líkamsræktin full af öskrandi litlum grísum
veinandi hrína saman í kór kjörþyngdarsönginn
í kirkju próteinsdufts og K-Special
þykir guðlast að ganga ekki um götur með bumbubana
úfið hárið flagsar fram með aflituðum bjarma
Shock Waves gelið úr Bónus steinsteipir það pikkfast
fjöldaframleiðir enn einn klessulímdan haus
heilanum líður ekkert vel inní svona flækju
Af hverju fæst hvergi Bónus hárgel?
“True words are never spoken”