ský á himni
hylur sólina
rétt eins og
sársaukinn hylur mig

mér líður eins og rós
á fíflatúni
mér líður eins og brenndri hönd
í skæru ljósi

það eina sem ég sé
er það sem er fyrir framan mig
það eina sem ég fynn
er það sem snertir mig

það eina sem mig langar
er að fljúga burt
burt úr þessu búri

hérna sit ég
ein með sjálfri mér
dett í myrkrinu
ég hrasaði, um vonina

þarna ligg ég
í hnipri
rétt eins og fóstur í móðurkviði, hólpin frá öllu

lifi þetta allt
aftur og aftur
bara fyrir þessa einu fullkomnu tilfiningu
HÓLPIN

á enda veraldar sitjum við
yfirgefin, saman, alein.