Þann dag er Bjarni afi með barnahópinn
stóð beygður við líkbörur ömmu minnar
þá mælti hann þessi æðruorðinn
til Þorbjargar konu sinnar.
“þá flogin ertu frá
frera köldum ströndum
í huganum ég er þér hjá
á ástarvængjum þöndum”.
Önnur urðu orðin ekki
af vörum afa þennan dag
dauðinn hafði í sína hlekki
fjötrað hennar síðasta hjartaslag.
Brott nú borin var æskuástin
buguðum bónda og börnum hans frá
sálina hennar ömmu tók hann drottinn
heim í ríkið sitt himnunum á.