Lappland
Úti á sléttum,
breiðum ísins
gleymir hann áhyggjum sínum.
Hugsar um ljótleika heimsins
og mótvægið við fegurð fjalla.
Íshrönglið bryðst undan hreindýrsins,
flókum um fætur.
Kári býtur kalda kinn
en von um snark
í blautu spreki
er í bústað býður
við kvonfangsbarm um yl að njóta.
Skrefin löng, verða þyngri þegar,
ljóst er að leið verður ekki lögð fyrir dimmu.
Með vonbrigðartón,
hann útbýr náttstað.
Náttstað einmanna Lappa
(Ort í desember 2000)
Loftur Kristjánsson Smári
Alþýðuskáld