ég og þú
í ástríðufullum dansi
ég dansfélagi þinn,
við snúumst í hringi um hvort annað
í brjálaðri sveiflu
haldandi takti
með fyrir fram ákveðnum sporum,
svo er dansi lýkur
ferð þú heim
í faðm fjölskydunnar
sem ég tilheyri ekki.
G