þetta ljóð samdi ég fyrir tæpum tveim árum til þáverandi kærustunnar minnar og átti að vera svona sætt+asnalegt ljóð til hennar. nýlega gróf ég þetta bull upp og bætti við síðustu tveim erindunum, svona uppá grín. :) ps. glöggir lesendur taka kannski eftir því að ég er undir áhrifum frá laginu Þóra eftir meistara Megas en er ekki að líkja þessu við, bara benda á áhrifavaldinn.

Eva

af tilhugsuninni einni ég slefa
að þú værir nú við hlið mér, Eva

að ást mín á þér hverfi, ég efa
nokkurntímann mín kæra Eva

allt í heiminum skal ég þér gefa
ef bara þyggur það, mín Eva

eflaust að lokum ég dvel í bólstruðum klefa
ef ég fæ ekki að sjá þig, elsku Eva

að örlaganornirnar væru farnar að vefa
eitthvað slæmt, mig grunaði ekki, Eva

sorgina ég reyni nú að sefa
og hugsa ekki um þig lengur, Eva