Ökuferðin með Palla og Stínu
Hann var bara sautján
hvorki barn né maður
veruleikafirrtur ungur
strákur.
Í heimi tölvuleikja
var hann kóngur og
bestur allra dráps-
manna.
Blóðið flaut á
tölvuskjánum frá
morgni til kvölds
fuku hausar og limir
í tölvuleikjum.
Þá sjaldan hann
gerði feil var bara
að ýta á Escape og
byrja aftur í siðlausum
leik?.
“Vá er ég ekki bestur
í þessum nýja leik
klessi alla á þessar
líka flottu corvettu”.
Daginn sem hann fékk
bílpróf var hann töff
nú skildi sýna öllum
hvernig aka ætti um
stræti og torg.
Í botn var gefið
með Palla og Stínu
djöflast í stöngum
og stýrinu í brjálæði
snúið.
Með rifin maga
brotin haus og
stýrið á kaf í lungum
stundi hann upp hvar
er eiginlega ESCAPE
á þessu fjandans
mælaborði.
Of seint fyrir
Palla og Stínu
andar þeirra voru
á leið í næsta leik.