lítill blettur
á gangstéttinni
eftir tárið
sem féll
niður vangann
rann tárið
rétt stansaði við kjálkann
en féll svo til jarðar
hann lagði rósina niður
og varð svo dapur
augað missti sig
og tár fór að renna
stóð við steininn
leit til himins
svo niður aftur
lagði hvíta rósina á freðna jörð
opnaði hliðið
gekk að hennar stað
stóð kyrr, las
“hvíl í friði”.