Til hvers erum við að senda hér inn ljóð? Er það ekki til þess að fá viðbrögð frá einhverjum óháðum aðilum?
Það er nokkur áhætta sem fylgir þessu. Við getum fengið bæði góð og slæm viðbrögð við ljóðum okkar.
Mér finnst að allir þeir sem ætla að tjá sig um ljóðin hér ættu að rökstyðja mál sitt. Það gengur bara ekki að segja “þetta er alveg ömurlegt” BÚIÐ! Reynum frekar að koma orðum yfir hvað okkur finnst flott og hvað okkur finnst að mætti betur fara.
Og til allra sem fá slæma gagnrýni: Munið að list er afstætt hugtak. Það sem einhverjum finnst vera rusl finnst öðrum vera meistaraverk.
Aðalatriðið er að skapa eitthvað frá eigin brjósti.