Þegar kvöldsólin roða gyllir ský
og dimmsvört fjöllin rjúfa kvöldblámann
sem óvíg skjaldborg við sjóndeildarhring.
Er svo ljúft að líta út um gluggann minn
og horfa á smáar bárur leika sér við hafflötinn,
sem speglar nýkveikt borgarljósin
í bland við silfrað mánaskin
og tindrandi geisla fyrstu stjarna kvöldsins.
Inn um gluggann berst til mín
síðasta andvarp liðins dags
og fagur hugblær í fyrsta andardrætti kyrrðar kvölds,
á firðinum fyrir framan húsið mitt.