Veröldin hún virðist mér,
voða orðin úr sér gengin.
Níðst hefur á sjálfri sér,
sloppið burt með illan fenginn.

Upp úr iðrum sínum dælt,
eitrinu sem hausin kvelur.
Hún aldrei hefur í því pælt,
hversu ódýrt sig hún selur.

Ef gaumgæflega að er gáð,
glöggt er hægt að finna.
Hverjir Þeim fræum hafa sáð,
sem hörðust meinin vinna.