Ágæt pæling en… ég er ekki hrifinn af rythmanum þ.e. ég finn ekki að hann sé til staðar. Eins finnst mér að ljóðið gæti batnað um mun ef það væri stytt úr tveimur erindum í fjögur. Mér finnst t.d. þegar sett er saman 1. og 3. erindi:
…Hvað er að fela,
hvað er þar að fá?
Kannski einn daginn
ég lít það snöggt á.
Þá er kominn rythmi og ljóðið er farið að segja mér eitthvað. Einnig finnst mér setningin “ég veit það ekki” ekki að gera sig.
Mér finnst að þú ætti að setjast aftur niður með þetta ljóð og nýta þetta góða í því, þ.e. að þú hefur eitthvað að segja og ert komin með grunn en þarft bara að umorðu og endurraða.
Gangi þér vel,
diaphanous :)