Ný skrifbók.


Draumur að eiga nýja skrifbók fyrir hugsanir sýnar.
Ef ekki væri fyrir þessa stíla bók myndu þær velkjast um í tjörn hugans eins og silungar.
Penninn er veiðistöng og orðin eru aflinn sem ég dreg að landi.
Og ef hann er verkaður rétt verð ég kannské lesinn af einhverjum merkilegum.
Kannské gára ég einhvers tjörn.
En hugsanir eru einskisvirði ef þær hafa ekki umboðsmann á bakvið sig.
Ef þær hafa ekki einhvern til að kreista andan úr orðonum og markaðsvæða þau.
Bílar eru hugsanir sömuleiðis morgunkornið þitt o.s.frv.
Og því hlýtur heimurinn að vera hugsun og við hugsanir…,…,
Ég er frjálsleg hugsun…,
Ég er maður…,
Eða erum við orð,,,, ef við setjum samasemmerki á milli orða og hugsana?
En öll orð eru til einskis ef engin hugsun er á baka við þau…,
Látum því þau standa er bera sig sjálf…,


Örn Úlriksson