Rugl er þetta í þér krakkaandskoti. Ég þekki þig alltof vel til að þú getir logið svona upp í opið geðið á mér og öðrum hugum. Þú hefur samið mjög góð ljóð en hitt er rétt að þú verður að vanda þig betur áður en þú gefur eitthvað út sísona. Það er ekki svo langt síðan þú dáðir ljóðalistina sjálfur. Vertu ekki svona bitur út í ein helvítis mistök, og bættu þig með því að gera reglulega gott ljóð, og láta einhvern prófarkarlesa það áður en þú birtir það. Þú fékkst hluta af mínum hæfilekum og ég af þínum, og oddi minn litli, ef þú ætlar að halda því fram hér fyrir framan hvern þann sem fer inn á huga að þú sért dæmdur til að vera lélegt skáld, þá ertu í sömu andrá að segja að ég sé lélegt skáld, og það ætla ég bara ekki að leyfa þér orðalaust. ER ÞAÐ KLÁRT!!?