Blóðdrifið andlit
í skuggum vonleysis
syndug sál
og brostin tár
flakkandi um í
för raunveruleikans
Er þú lokar augum þínum
í hið hinsta sinn.
Er þú fellir þitt síðasta tár
mundu þá að ég
mun ei vera þér hjá
og syrgja
þitt andlát
Í Forgarði Helvítis
muntu þú þjást.
Svelta og þyrsta
að eilífu sár.
Skorinn, og marinn
Stungin og barinn
í myrku helvíti,
rotturnar naga í
þín sár
Bitur að eilífu
