Ég vakna í ótta við heim minn .hræddur við lífið og fullur af ótta í huganum/
Hræddur við að stíga fyrsta skrefið svo ég tek mitt fyrsta skref í draum mínum/
Frosinn og heltekinn af ótta sem ég þarf dagsdaglega að eiga við/
Einn í minni sálarkvöl , sokkinn langt niður í minn ótta og engin til að leiða mig/
Leiða mig í gegnum lífið sem ég reyni að forðasr en get það ei/
Reyni að lækna öll mín mein en er fastur í ótta útfrá mínum eigin hugarheim/
Reyni að standa upp, reyni að nálgast guð en ég finn ekki fyrir návist hans/
Einn gegn mínum ótta ekkert til að trúa á …því sársaukafyllri verður þjáning manns/
Sekk dýpra inn í hugarástand heyri raddir bergmála veggjum hugar míns/
Heyri þul lesa upp líf mitt í smáatriðum svo ég reyni að ýta frá orðum þularins/
Eg gríp um haus minn hræddur um að mínar hugsanir fylli rýmið í honum/
Öskra…… á ..hjálp………… en það virðist sem enginn heyri í ópunum
Lyfti lófunum lýt upp og bíð eftir að ég hverfi frá kvöl minni/
Það samdi einhver mína lífsögu um hamingju en ég gat aldrei fylgt sögunni/
Sögurþráðurinn ófyrisjáanlegur því óttin yfirtekur mínar hreyfingar/
Hreyfi rangt við taflmönnunum, var á krossgötum en valdi röngu leiðina/
Ég …..bið….. um hjálp… óttin yfirtekur minn líkama/
Fell ég svona kvalinn ,yfirgefinn fari lífið til fjandans mér er skítsama/