Brostnar vonir

Það var einu sinni vor
sem
hló og
hvíslaði að mér
að ættjarðir deyja með
brostnar vonir og
myrkri í hjarta

—————————————-

E inmana sál

Þegar ég sit einn er ég
ég
aldrei er ég ég hjá fólki
heldur
maður sem enginn þekkir
ekki einu sinni ég

——————————————-

Lí fið

Við erum sköpuð í losta
og fædd í þjáningu
Við lifum í sorg
og deyjum án gleði
Aldrei frið við fáum
aðeins líf sem aldrei er lifað
og dauða sem máir okkur út
einmitt þegar við erum farin að skilja