Ljóðin sem birtast á þessari síðu er misjöfn að gæðum en ég ætla mér ekki að fara að dæma um þau á þessum grundvelli. Heldur að lýsa ánægju minni með það að hér er síða þar sem fólk getur birt hugarefni sín og í sumum tilfellum fengið gagnrýni á þau. Samt finnst mér svona fljótt á litið að flestir séu um borð í sama ljóðafleyginu hvað varðar efnistök, stíl og hugmyndarflug. Þetta fley verður seint talið til glæstra skemmtiferðaskipa.
En það er ekki aðalmálið, heldur að án þess að birta eftir sig ritverk sín, þroskast fólk ekki sem skáld!
Án gagnrýni sem er réttmæt, ekki bara lof til að lofa, last til að lasta, nást ekki framför! Haldið áfram að yrkja!