Í faðmi janúarnætur
Reykurinn liðaðist inn
Eldurinn sínar tungur teygði
upp í húsgaflinn

Ég annan soninn tók
og ruddi leiðina út
þar við mér kaldur vindur tók
þar var sem ég vaknaði

Inni voru kona mín og sonur
kölluðu á mig komdu fljótt
ég hljóp inn og í þau kippti
leiðinn var lokuð allt var rautt

og þá guð minn við dóum
fórum í gegnum hreinsunareld
þar lögðumst við fyrir
héldumst í hendur á þinn fund