Ég kvarta sáran undan ástandi sem við þurfum að búa við/
Fólk deyr vegna eins skitins landskika og drepa fyrir trúnna því það er þeirra sjónarmið/
Þjóðarleiðtogar espa upp lýðinn og segjast berjast fyrir málstað sinn/
Segjast allir berjast fyrir réttlætið en hver veit hver berst fyrir heimsfriðinn/
Og Saklausir borgara drepnir vegna skoðanna þeirra stjórnvalda/
Auðvaldið stjórnar heiminum ..sér ekkert út fyrir sitt ríkidæmi og hunsar réttindi fátækra/
Stjórnvöld þagga niður baráttu uppreisnarinnar hrædd við að missa vald sitt/
En lýðurinn heldur áfram mótmælum því að þessi réttlætiskennd er í eðli mannsins /
órettlætir ólgar á yfirborðinu því kvarta ég sáran undan öllum þessum óróa/
Ég kvarta sáran undan fljúgandi byssukúlum og stríðum milli þjóðflokka /
hvar er réttlætið í þessari kúgun , hver berst í raun fyrir frið sinn/
hver berst fyrir hið sanna réttlæti…og í hópi svartra kinda hver er hvíta kindin/
búin fá nóg af hatrinu sem ólgar á yfirborðinu við viljum frið og vita af því/
við viljum réttlæti lifa í sátt og samlindi ..og svo ég stuðla af þessu vinabandi/