Ég vildi að sólin skyni í hjarta mínu,
en allt sem er þar, er rigningin,
sem umlykur daprar hugsanir mínar.
Öll birta löngu horfin,
allt sem er eftir, er myrkrið,
sem kæfir niður gleði mína.
Hugur minn er svo fullur af regni,
að ég er að drukkna.
Ef einn sólargeisli gægist
inn í hugarskot mitt,
þá dregur ský fyrir og
drepur eftirvæntinguna,
sem var að byrja að skríða úr dvala sínum.
Esmeralda/96