Án þín var lífið einskis virði,
án þín var hjartað holt,
án þín var ástin hatur.

En svo komst þú…
og gafst mér tilgang til að lifa,
fylltir hjarta mitt,
og breyttir hatrinu í elsku.

En nú hef ég týnt þér aftur,
en veit samt hvers virði lífið er,
og ástin er enn ást,
en… ekkert fyllir hjarta mitt.

Ég dregst í burtu frá þér,
og virðist ekki geta stöðvað það,
BLESS….
Ég hef misst af þér.

Esmeralda/97