Miskunarleysi
Með byssu í hendinni,
skjálfandi á beinunum.
Blóðið á veggnum
breytist í myndir,
sem renna saman í eina klessu.
Með hníf í öxlinni
og hjartað í buxunum,
horfir á líkið sem vildi ekki hlýða.
Stakk hann og skaut hann aftur og aftur,
horfir á hryllingin sem hann skapaði sjálfur.
Vill ekki lifa og blandar því blóði
við þann sem að þurfti ekki að deyja.
(Adnil)