well ég ætla að bæta við enn einu ástarljóðinu hérna. ef þið skiljið ekki afhverju ég sem bara svona ömurlega væmin ástarljóð. þá er það bara af því að ljóðin það eru tilfinningar mínar sem ég skrifa niður. og það fer allt eftir því hvað ég er að ganga í gegnum hvernig þau eru. en annars hér kemur ljóðið.

Ástin

Hvað er ást?
Ég hélt ég kæmist aldrei að því.
En svo komst þú,
þú steigst inn í líf mitt
og inní hjarta mitt.

Hafði aldrei grátið,
aldrei grátið út af karlmanni.
En svo kommst þú inn í líf mitt.
Þú gast komið mér til að gráta,
gráta út af ekki neinu.

Þú hefur sært mig,
án þess að vita það.
Þú steigst inn í líf mitt,
inní hjarta mitt.

Þú særðir mig svo mikið.
Mig verkjar í hjartað.
En nú loksins veit ég,
ég veit hvað ástin er.
Þökk sé þér,
þá veit ég.
Ég veit hvað ást er.

spotta/2000