FULLKOMNUN


Neitar að tjá sig,
vill ekki meir.
Segir bara að hann
hugsi ekki neitt.

Veit að það er lygi,
veit að það er rangt.
En samt sem áður þarf
hann að útskýra fátt.

Nennir ekki neinu,
vill fá frið.
Nennir ekki að hugsa
um aðra en sig.

Gef honum smáskammta,
hluta af mér.
En alveg er ég viss um
að hann veit ekki hver ég er.

Gallar fara ekki fram hjá
árvökulum augum hans.
En sjálfur segist fullkominn,
í kvennafans.

Er hundleið á þessu,
virkilega leið.
Af hverju getur hann
ekki bara elskað mig?