takk fyrir þetta. alltaf gaman að fá almennilegar pælingar um það sem maður skrifar.
persónulega hefur mér alltaf fundist sem að þú ættir sjálf/ur að finna þá merkingu sem þér finnst réttust, sama hvað höfundurinn lagði upphaflega upp með.
ég ætla samt að segja þér hvað ég var að pæla. ég er ekki trúuð sjálf en endaði á búddistafundi um daginn. þar talaði maður um að hið góða, hið guðlega, byggi allt innra með okkur. hið góða og hið illa er sitthvor endinn á sama spottanum, líkt og svart og hvítt, hluthyggja og hughyggja. sannleikurinn er miðjan. hvar í trúnni finnum við hið illa í líkamanum? ég hef aldrei fundið það í trúnni nema annaðhvort í kynfærunum og huganum. En þar má bæði finna gott og illt, svo hvorugt er alillt.
En bakvið dúkinn er ekki mikil pæling. Hann táknar umhyggjuna fyrir mér, lífið og hvítann dauðan í því sama. í rauninni er hann sannleikurinn, hlutlaus þar sem sannleikur getur bæði verið góður og illur í sama kasti.
en ljóðið er sprottið af sorg og einmaleika.
Takk fyrir þessa pælingu, Fibonacci, ég sá alveg nýtt sjónarhorn á þetta ljóð, þín pæling er alveg jafn gild og mín.
Vona að þetta röfl mitt hafi ekki verið of langt
Kær Kveðja
Alren