ég horfi á þig hlaupa burtu, og hugsa með mér að þú hljótir að koma aftur
en hvað gerist, það er eins og ég hafi lent á vitlausri leið,
í vitlausu biðskýli
ég sé tímann fljóta frá mér eins og kókið sem rennur niður munninn á manninum sem stendur við hlið mér,
ég er enn að bíða, það er liðið ár og enn hefuru ekki komið aftur
ég held að ég þurfi að fara að leita að nýju biðskýli eða nýrri leið.
ég er kominn á nýtt bíðskýli, og þar kemuru ekki heldur, og tíminn heldur áfram, hann bráðnar líkt og ís litlu stelpunar með fléttunar og rauða borðann í þeim
það er liðið annað ár, ég held ég fari bara að hringa í SVR