sál mín nú hefur sefast
sofnað ég gæti um stund
í lífinu aldrei hef efast
um áfengi og gleðinarstund
er bakkus mig gerði að bróðir
baðst ég vægðar en drakk
og vinirnir horfðu á hljóðir
er hjélt ég á stað á mitt flakk
og sjálfssagt mun ég þó seinna
sjá eftir minni för
og lífið það hefði orðið hreinna
ei sett hefði stút á vör
en honum mun ætið þakkað
að gaf ég þér hjartað mitt
ef fullur ég hefði ekki flakkað
þig hefði ég aldrei hitt