Tilgangur lífsins
Hver er tilgangur lífsins?
Því getur enginn svarað.
Enginn hefur sama tilgang.
Allir þurfa að finna hann,
tilgang lífsins.
Sumir finna engan tilgang.
Aðrir telja sig hafa fundið hann,
já, fundið tilgang lífsins,
en komast að því
síðar meir,
að þeir hafa lifað vitlaust,
lifað í vitlausum tilgangi.
Sumir gefast upp.
Hver er tilgangur lífsins?
Því getur enginn svarað.
spotta/2000