Hún horfir en sér.
Þú horfir aftur en sérð ekki.
Hann horfir og sér.
Hinu megin stendur hann.
Hún stendur hérna.
Þau sjá hvort annað.
En þú sérð bara hana.
Augun þín eru ekki lík hennar,
þau sjá allt annað.
Hver er hann?
Hann sér þig,
en þú ekki hann.
Hví?
Þú rýnir og reynir,
en sérð ekkert
Á endanum gefstu upp
og labbar í gegnum hann.
Passaðu þrýstinginn maður!!