Ég veit að þú ert að bíða.
Bíða eftir að ég komi út.
En ég kemst ekki
til þín.
Í gegnum eldinn
vindinn
kuldann
myrkrið
þögnina.
Þú ert einn þar
og ég get ekki hjálpað.
Þú kallar á mig
og grátbiður mig
um hjálp.
En ég horfi á þig,
og er sama.
Svo sé ég úfana rífa þig í sig.
Svo vakna ég grátandi
við að þú kallar
inn um gluggann minn.
Að ég eigi að koma út.
Og leika við þig í sólinni.
Og fallega andlitið þitt brosir.
En ég má ekki
fara til þín.
Lola