Ég veit um stúlku
sem líður ekki vel,
hjarta hennar brestur,
það er sárt,
hún er sorgmædd
hún sér ekki hlýja birtuna
í framtíðinni
því í hjarta hennar er sorg
stærri en nokkuð annað sem hún þekkir,
og dýpri en hún vissi að hún gæti fundið.
hún er ekki hitt og hún er ekki þetta,
það sem fólk segir er ekki alltaf satt.
og enginn er bara svona eða hinseginn,
allir hafa margar hliðar.
ég skil, ég veit, ég hef upplifað,
ég veit ekki það sem ég hef ekki upplifað.
en ég er ekki fúll á móti?
ég er á leið minni gegnum
lífið.
og læri, á lífið, ég læri af mistökum.
ég rek mig á og þannig sé ég hlutina
í réttu ljósi, á réttum forsendum
forsendur til að gera hlutina
eins og ég vil.
hverjar eru þínar forsendur?
ætli þær séu ekki álíka mínum forsendum
forgangsröð, forsendur, vera hreinskilin(n)
við sjálfa(nn) sig.