Hverjir vita hvað?
Fólk er brjálað,
út í mig,
kallar mig druslu.
Segir að mér sé ekki treystandi.
Út af þér,
allt út af þér.
En hvað vita þau?
Þau vita ekki neitt.
Ég elska þig,
en vill ekki eyðileggja neitt.
Mér er sama hvað fólk segir,
þau mega kalla mig druslu.
Hvað sem er,
svo lengi sem ég hef þig.
En hvað veit ég?
Ekkert alls ekkert.
Veit reyndar minna en þau.
Ég veit ekkert
og því þarf að breyta
núna strax.
Þessu verður að ljúka.
Ég vil ekki særast,
þótt ég detti.
Ég vil ekki særa aðra.
Þessu verður að ljúka
núna strax.
spotta/des 2000