Hérna er 3 ljóð sem ég dundaði mér við að semja í dagbókina mína þegar mér leiddist í bókmenntasögu í fyrra.
____________________________________
Týnda ljóðið

Vælir suð í síma hátt
sofandi á alneti.
Aftengja hefði ég mig mátt
málaður af leti.

Gleymdi óvart gullinu
góðri fjarstýringu,
sit því bundinn bullinu
vantar betri skýringu.

Tæknin nærir latan lið,
lemur ungu efnin.
Framtíð gleypti góðan sið
gaf í staðin svefninn

______________________________________

Ú tsala á stjórnarhætti

Vanahugsun ekki
gekk sinn vanagang
viðhorf sett í sekki
sett í aulafang

ef allir tala af hjarta
og standa fast á sínu
stríð og kvöl mun skarta
hér á landi þínu

En ræður lýður nú
er spurn sem engin spyr þá
svarið hefur þú
og öðrum mátt þú því ljá

saman sækjum við svo
gull úr höndum dreka
aðra landa úr gulli þvo
bað sem ei mun leka

Ekki bronsið kaupa
ef gullið frítt þú færð
eftir frelsi hlaupa
kommúnistalærð

_____________________________ ________
Allegoria

Heimskuhelsum bundinn
hálsin þrengja fast
dauðadagur fundin
datt við fyrsta kast

Frelsisfjötrum heftur
ferskur halur stal
hófst þá gálgagreftur
í gömlum húsasal

dauðadagur nálgast
dómur breytilegur
fjall af fjörgyn tálgast
endafjall og vítisvegu