ódýrt hárið kramið saman undir flóknu höfði
hvítþvegnar tennur skýna en hættar að vaxa
bros hennar tattúað inn í bæði heilahvelin
minna mig á falska hamingju á silfurfati
stórskuldug ástin berst fyrir gjaldþroti
örstutt návera hennar
hellir úr gljáandi skálum á viðhvæmt vogarafl
eys glóandi kolum á löngu frosið sprek
skínandi brosið
fæðir öskrandi 14 merkur fiðring í hlýju brjósti
saklaus snertingin
stingur mann grunlausan svo úr blæðir
bíðandi eftir hjúkrun lekur lífið niður ræsið
óbærileg fjarveran
upplýsir hugann um hvaðan það góða í heiminum kemur
umbúðum af einnota fyrstu ástinni fleygðar í ruslið
“True words are never spoken”