Ég horfi á sjóinn
Ég horfi á sjóinn
Ég horfi á sjóinn, sjórinn er blár,
fullur af ýmiskonar myndum, hjartað
mitt titrar, titrar af þrá, æðarnar
hitna, blóð mitt hitnar, ég þrái, ég
þrái það heitast að sjá hjartað mitt
slá, tíminn er naumur, mig langar að
sjá, sjá hjartað mitt slá, sjórinn er
straumur og tíminn er naumur, hjartað
mitt titrar, titrar af þrá, ég horfi á
sjóinn, sjórinn er ekki lengur blár né
fjólublár, heldur er hann kolsvartur og
heldur á ljá, hjartað mitt titrar, blóð
mitt hitnar, æðarnar rifna, blóðið lekur,
lekur um allt, ég horfi í spegil og reyni
að sjá hjartað mitt slá, hjartslátturinn
er enginn, tíminn var naumur og síðan kom
straumur, líf mitt var tekið með ljá, ég
reyndi að öskra, öskra af líf og sál, það
gerðist ekkert, alls ekkert, líf mitt var
á enda, hjartslátturinn enginn, sjórinn er
blár, þó að líf mitt hafði verið tekið með
kolsvörtum sjó með ljá.
Kveðja,
Gau