Nú sendi ég inn seinni kaflann af sögunni sem ég byrjaði á um daginn. Sennilega eiga fæstir eftir að finna nokkurt samhengi þar á milli, en ég hyggst bíða með allar útskýringar þar til og ef þeirra verður óskað.

2. …and so it goes

Syngdu mig í svefn
sólfagri dagur.
Rjóddu mig roðans geislum
svo rýsi ég fagur.

Gefðu mér gullin mín
gráttu mínum tárum
Haltu mér að hjarta þínu
og hyggðu að mínum sárum.

Græddu mína grófu lund
gæddu mig innri hlýju.
Svo ég fái haldið heim
og heimt ástina að nýju.

Leggðu þína ljúfu hönd
líknandi á mitt hjarta.
Vertu ávallt vinur minn
vonarljósið bjarta.

Styddu mig á langri leið
og leiddu á rétta braut.
Vertu stoð og stytta mín
styrkur í hverri þraut.

Í hjarta mínu hef ég greypt
huggunarorðin þín.
Vona að þú vakir í kvöld
vetrastjarnan mín.
Gríptu karfann!