Alsæla
Fiðringurinn seið magnaðist innra með mér
líkaminn minn hríslaðist í kvöldsólinni.
Andinn yfir sig spenntur og grjótharður,
púki læddist í fingurgóma mína
og fór að kanna það óþekkta
Ilmurinn var ferskur og klámfenginn
tunga mín var stinn og leitandi
Hendur mínar fálmandi
og augu mín stundu gleði sína.
Hallandi aftur höfði
í alsælu tilfinninga
og hversdagsleikinn tók við.