Óttinn
Hann reif úr mér hjartað
hjarta sakleysisins og kærleikans
Hann tætti það í sig
muldi og merði
Hann glotti til mín
þar sem ég lá svo hrædd
nakin og innilokuð
Mig langaði að öskra og endurheimta
en baráttan var að tapast
Hann vissi upp á hár mína kvöl og pínu
en naut þess einungis að kvelja litla líkama minn
Ég græt tárum vonleysisins
ég var lokuð og týnd
ég var áttavillt og hrædd
Hvað hafði ég gert við sál mína
vegna skort á hugrekkis
sat ég eins og fábjáni
og leyfði honum að taka hana
og slíta.
Þungum svefni svaf ég
óluð niður og kæfð
Blekkingin hafði náð tökum á mér
og vonleysið hafði haft yfirhöndina
reiðin seiðmagnast innra með mér
Sólin skein í lofti en drungi kvíldi yfir
yfir loftinu og hjarta mínu
Hvað var að ske?
eitthvað innra með mér var að rumska
og viti menn að það var að
átta sig á fjötrum sálar minnar
Ólgan blossaði svo heit og tær
en hún var ekki ein um það
því kjarkur minn var endurgoldinn
Nú var tími sannleikans uppi
ég opnaði augun og
leit í spegil hjartans
Hvað hafði ég gert í öll þessi ár?