Regndropinn
Oft ég vakna um dimmar nætur
þegar þú guðar á gluggann minn
og heyri hve sárt þú grætur
litli regndropinn.
Þegar vindar blása um þak og kvist
varnarlausan þig hrekja og meiða
vildi ég þig geta kysst
kvöl og raunir frá þér leiða.
Þegar frostið bítur kalda kinn
klæðistu peysu og hvítri húfu
þá æskugleði og fögnuð ég finn
er faðma þig og kætast börnin ljúfu.