ÖRVÆNTING
Það er öll örvæntingin
sem er örvaxinn.
Eins og hún geti hertekið mig
miklu heljartaki.
Mikil er ógnin.
Óttinn tekur mig
færir mig til annars lands
lands hugaróra minna
Hræðslan hendir mér til og frá
hátt í loftið, langt niður aftur
Mun óttinn vera hér, alltaf?
Mun ég aldrei öðlast frið
Sogast inni í stormann
snýst með hringyðunni.
Lendi ég einhversstaðar
Það veit enginn.
Loks er ég lendi
leitast mér ekkert.
Tárin tindra,
allur tíminn sem farinn er.
Nú, þegar friðs ætti að njóta
nýtur enginn þess
Friðsins mun aldrei vera notið,
örvæntingarinnar verður fagnað.