Ég hef ekki sent inn í langan tíma…en ákvað í dag að rífa mig upp og senda eitt stykki

Meðalið Ástin?

Ég kyssti þig kossi kveðjunnar
en var ekkert að fara
Ég hræddist heiminn og hjarta mitt
kunni ekki við það að svara

Þá gafstu af þér grát gremjunar
og blótaðir mér, grimmt, hljótt
,,Helvítis hæna, að yfirgefa mig,
hrædda um miðja nótt"

Svo kom ég aftur, kjarki fullur af
en kvaldi okkur aðeins á ný
Kjarkur minn hvarf, ég eftir skalf
-Meðalið Ástin?-
Ég hafði ekkert gott af því

Og veröldin velti mér burt
veitti mér aðeins hatur
á nýju heimili mínu er sjaldan þurrt
og aldrei er þar matu
______________