Lyktin af þér á þvölum fingrum
Minnir mig á er við æxluðumst fyrst
Er lostinn varð kveikjan að löngum nóttum
Og sál þína var sem að hefði ég kysst
Þegar ég reika um nætur og morgna
Hugsa ég um hvar þú hallar þér nú
Uns brunnurinn tæmist og tárin þorna
Að endingu sofna ég allur í hnút
Bundinn í klafa af einskærum vilja
Er þetta vonleysi allt út af þér
Sárt þó það sé þá við hljótum að skilja
En sársaukinn sker gegnum sálina í mér
Ef þú mig elskar þá átt þú mitt hjarta
Uppfullt af ástríðu allt fyrir þig
Saman við gætum gert nóttina bjarta
En önnur hvor nótt er ei nóg fyrir mig
Er ég að tala við flugur á veggnum
Hvað gæti gerst ef þú kæmir hér inn
Allt sem við tvö höfum gengið í gegnum
Dáið og grafið í sálarharm minn
Eitt ég að endingu vildi þér segja
Þó svo þú firrist og fari mér frá
Saman við tvö áttum ekki að þegja
Orð voru ósögð sem áttum að sjá
Vertu sæl vinan, þú veist þetta er búið
Hvað gæti gerst þó þú kæmir hér inn
Það sem var heilt er nú rotið og fúið
Og fullur af eitri er bikarinn minn
Eitt hef ég lært, þú mér kenndir að elska
Hefði ég gert fyrir hvað sem er þig
Saman við sköpuðum ástir og illsku
Og minningin hlýja hún uppfyllir mig