eftir villtu tómarúmi upp úr rúminu
krassa upp í loft
þakið hvítum andlitslausum dómínókubbum,
ríf mig og huga í gegnum steypuna
renni augunum eftir veðrinu
og brotlendi með dauðvona regndropunum
sem svo harðbrjósta
berja á bílskúrsþökunum
í öfgafullum trommusóló.
Og djöfull er kuldinn
að éta burt, eins og gráðugur eldur
grá, guggin, og bráðum gleymd skýin
svo heiður himinn
breiðist eins og gleðiplága
yfir niðurrigndan heiminn.
Birtan gulnar
og skuggarnir fá standpínu
við að sjá sexý sólina
leggjast á rautt teppið
neðar og neðar.
Og áköf húsin
teygja sig upp
til að sjá brjóstin á kellingunni
og helvítis blokkirnar
troða sér fram fyrir
til að baða sig í restinni af sjóvinu
rétt áður en sólin
tiplar á tíbránni
fáklædd á bak við fjall
og tjaldið fellur.
—–